top of page
Krosslegðu ekki fótleggi
segir amma
þú færð æðahnúta
en ég var í skátunum
ég hnýti mína eigin hnúta
ríð mín eigin net
tálga örvar
yfir sakamálaþáttum
vetrarins
ein ör fyrir hverja
myrta konu
réttu úr bakinu
segi ég systur minni
sittu gleið
spenntu lífbeinið mót
þeim
eins og boga
Ég er fagnaðarsöngur er ljóðverk eftir Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur.
Hér er hægt að panta eintak af bókinni.
Hún kostar 3.000 krónur og sendist frítt heim
á höfuðborgarsvæðinu.
bottom of page