top of page
Ef ég virðist eitthvað viturleg
er það líklega bara hægri augabrúnin
Hún festist svona
þegar áhyggjurnar byrjuðu
að þyngjast
Annars er ég ekki að rétta upp hönd
Mig klæjaði í handarkrikann
var að geispa
Ég er ekki að rétta upp hönd er ljóðverk eftir Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísi Helgadóttur, sem kom út í apríl 2017.
bottom of page